fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Fókus
Föstudaginn 20. maí 2022 08:22

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur og Sævar Eyjólfsson gengu í það heilaga í New York á miðvikudaginn síðastliðin. Nýbökuðu hjónin eru að njóta lífsins í fríi í stórborginni og virðast skemmta sér konunglega.

Sigga Dögg, sem er þekktasti kynfræðingur landsins, rithöfundur, sjónvarpsstjarna og svo margt annað, greindi frá þessu á Instagram.

Hún sagði að athöfnin hefði verið „mjög sóðaleg“ og „algerlega bönnuð innan átján ára.“ En þau ætla að halda „íslenskt ástarpartí í sumar með okkar besta fólki, með fallegum krúttheitum og tjútti.“

Mynd/Instagram

„Í gær vorum við gefin saman. Og það var alger sóðabrókarathöfn þar sem heitin voru dónaleg og algerlega bönnuð innan átján ára,“ sagði kynfræðingurinn í Story á Instagram.

„Athöfnin í gær, ómægod það var svo gaman. Vitnin okkar voru fólk sem við vorum að kynnast á djamminu á laugardaginn,“ sagði hún og hló.

„Heitin sem við fórum með, á ensku. Mmm, þau náðust á myndband en ég er ekki viss um að við getum gefið það út. Við vorum í kasti […] Ég leyfði mér að vera eins sóðaleg og ég mögulega gat í heitunum og það var svo skemmtilegt. En svo verðum við krútt á Íslandi í sumar.“

Sigga Dögg og Sævar hafa verið saman í um tvö ár. Sævar er frá Bolungarvík og fyrrverandi fótboltamaður. Þau eiga bæði börn úr fyrra sambandi.

Fókus óskar hjónunum innilega til hamingju með ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“