fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hörð viðbrögð við Búnaðarþingsmálinu – „Líklega sorglegasti pólitíski skandall síðan Klaustursmálið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 4. apríl 2022 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búnaðarþingsmálið svokallaða er án efa helsta umræðuefni landsmanna þessa stundina. Málið varðar meint ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakana, á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fullyrðir að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli á gleðskapnum en Sigurður Ingi á að hafa vísað til Vigdísar sem „hinnar svörtu“ samkvæmt heimildum DV.

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, steig fram í gærkvöldi og sagði að um algjört bull væri að ræða því að hún hafi verið við hlið Sigurðar Inga þegar atvikið átti að eiga sér stað. Vigdís vísar í þau viðbrögð í yfirlýsingu sinni og segir að aðstoðarmaður ráðherrans hafi ekki verið við hlið hans þegar ummælin féllu og að það sé særandi að reynt sé að gera lítið úr hennar upplifun.

Stuðningur frá þingmönnum

Vigdís birti yfirlýsingu sína vegna málsins á Facebook-síðu sinni en stuðningsyfirlýsingum hefur rignt yfir hana í athugasemdunum við færsluna. Nokkrir þingmenn eru á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þakkar Vigdísi til að mynda fyrir að stíga fram.

„Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannar­lega ert lúffir ekki fyrir gas­lýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikil­vægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir hún.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa einnig sýnt Vigdísi stuðning. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir sendir henni tvö hjörtu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sendir Vigdísi svo hlýjar kveðjur.

Guð­finnur Sigur­vins­son, stjórn­sýslu­fræðingur og að­stoðar­maður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins, segir Vig­dísi eiga miklu betra skilið en „yfir­klór“ og „lyga­þvælu“. Guð­finnur og Vig­dís þekkjast vel enda störfuðu þau sam­tímis fyrir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokksins áður en Vig­dís tók við sem fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­takanna.

„Ég er stoltur vinur þinn, nú sem fyrr, og veit bæði í huga og hjarta að það sem þú segir er sann­leikanum sam­kvæmt. Þú ert bara þannig, vönduð og heil­steypt alla leið alltaf,“ segir Guð­finnur í at­huga­semd sinni.

„Framsókn er og verður alltaf bara Framsókn“

Málið hefur einnig vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlinum Twitter og ljóst að pólitískir andstæðingar Framsóknar sjá þar gullið tækifæri.  Meðal annars sá möguleiki viðraður hvort Sigurður Ingi muni segja af sér vegna þessara ummæla. Bent er á að í öðrum löndum væri það gert tafarlaust en sá vani hefur ekki tíðkast hér á landi að ráðherrar segi af sér þegar svona skandalar koma upp.

Þá hafa nokkur birt færslur sem vísa í kosningaslagorð Framsóknar frá síðustu kosningum: Er ekki bara best að kjósa framsókn?

Valur Grettisson, ritstjóri Grapevine, segir svo að líklega sé um að ræða sorglegasta pólitíska skandalinn síðan árið 2018, þegar Klaustursmálið kom upp.

Einnig hefur því verið velt upp að nú sé „gamla Framsókn“ komin aftur. „Framsókn er og verður alltaf bara Framsókn,“ segir til að mynda Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur.

Natan Kolbeinsson, ritari stjórnar Uppreisnar – Ungliðahreyfingar Viðreisnar, tekur svo í svipaða strengi og Hrafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum