Stórveldin Paris Saint-Germain og Real Madrid mætast í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistardeildar Evrópu karla á miðvikudagskvöld.
Parísarliðið er með 1-0 forystu frá fyrri leiknum en þá reyndist Kylian Mbappe hetja liðsins er hans skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma.
Kylian Mbappé is a doubt to face Real Madrid on Wednesday after an injury in training, per multiple reports pic.twitter.com/wf73XAtIBP
— B/R Football (@brfootball) March 7, 2022
Það er hins vegar ólíklegt að Frakkinn verði með gegn Real Madrid á miðvikudag þar sem hann meiddist á æfingu með liðinu í dag. Samkvæmt Le Parisien mun Mbappe gangast undir frekari skoðanir næstu 48 klukkutímana til að ákvarða hvort hann geti spilað leikinn í Meistaradeildinni.
Real Madrid gerði tilboð í Mbappe síðasta sumar en tókst ekki að klófesta kappann sem verður samingslaus þann 30. júní næstkomandi.
Sergio Ramos, fyrrum fyrirliði Real Madrid, verður heldur ekki með gegn sínum gömlu félögum vegna meiðsla.