fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sandra gagnrýnir hjón fyrir að henda kettinum sínum út eftir skilnað – „Sorgleg þróun sem er að eiga sér stað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sálfræðinemi og sjálfboðaliði hjá samtökunum Dýrfinnu, fullyrðir að hjón hafi hent læðu út úr húsi þegar þau skildu en kötturinn hefur verið á vergangi líklega síðan árið 2019. Sandra veitir ráðgjöf um leit að týndum dýrum og þekkir mjög vel til kattamála í landinu enda er hún í miklu sambandi og samstarfi við samtökin Villikettir og Dýrahjálp.

Sandra telur það færast í vöxt að kettir séu látnir út á guð og gaddinn þegar heimilisaðstæður breytast eða stundum bara ef fólk verður leitt á þeim eða vill komast til útlanda. Sandra ræddi þessi mál stuttlega við DV:

„Við hjá Dýrfinnu erum í sambandi við Kattholt og Villiketti þegar kemur að ákveðnum málum. Kattholt segir vera kattaskort en Villikettir segja það ekki vera rétt enda eru þær með 40-50 ketti hjá sér. Þær sjá ákveðna aukningu á köttum sem eru örmerktir og greinilega ekki velkomnir heim til sín lengur, eða ketti sem eru greinilega vergangskettir því þeir eru ekki mannfælnir. Þeir eru augljóslega hændir að mönnum og hafa verið í kringum menn.“

Víst er að umræða hefur verið um skort á heimilisköttum á allra síðustu árum og dæmi um að fólk hafi átt erfitt með að komast yfir kött. Sandra varar þó við því að þetta geti breyst hratt og hún sér merki um breytta þróun.

„Það þarf að verða vitundarvakning um þetta í samfélaginu því það þarf ekki að líta langt til baka, t.d. bara til áranna 2009 eða 2012 þegar Kattholt var yfirfullt, við erum að tala um um yfir 300 kisur á einu sumri.“

Villikettir birtu nýlega færslu á Facebook um læðuna Mörtu. Þar segir:

„Marta kom í fellibúr hjá sjálfboðaliðum Villikatta í janúar. Við nánari athugun reyndist hún vera örmerkt, en því miður var Marta ekki velkomin aftur á fyrra heimili sitt. Í ljós kom að Marta var upprunalega skjólstæðingur Villikatta, en líklegt er að hún sé nú búin að vera á vergangi frá árinu 2019.

Sjálfboðaliðar Villikatta hafa fundið fyrir því undanfarið að á meðan villiköttum virðist hafa fækkað, þá hefur vergangsköttum sem virðast vanir mannfólki fjölgað í umsjá félagsins. Oftast er lítið vitað um ástæðurnar, en í sumum tilfellum bendir flest til þess að kettirnir hafi verið yfirgefnir eða úthýst. Marta er ekki einsdæmi.

Sjálfboðaliðar félagsins vilja minna á að þau eru boðin og búin að fylgja sínum köttum eftir. Við ráðleggjum ef upp koma vandamál. Einnig getum við ráðlagt í tilfellum þar sem aðstæður hafa breyst á heimili.

Við dæmum ekki fólk – en við gerum allt okkar besta fyrir kettina.

Allar kisur eiga skilið að fá annað tækifæri. Marta dvelur nú í koti þar sem sjálfboðaliðar dekra hana og vinna í því að vekja aftur traust hennar á mannfólkinu – svo hún sé tilbúin þegar hennar tækifæri kemur.“

Engin afsökun fyrir því að henda dýrinu út á gaddinn

Sandra brást hart við þessari tilkynningu Villikatta um læðuna Mörtu og skrifaði á Twitter:

„Góðan daginn til allra nema hjónanna sem hentu kisunni Mörtu út eftir skilnað í staðinn fyrir að finna nýtt heimili eða hafa samband við Villiketti, Dýrahjálp eða Kattholt. Gæludýr eru lífstíðarábyrgð. Sorgleg þróun sem er að eiga sér stað. Skortur á köttum my ass.“

Hún segir við DV: „Aðstæður geta breyst hjá fólki en það er engin afsökun fyrir því að henda dýrinu út á gaddinn. Það eru til þrjú samtök á Íslandi sem sjá um að hýsa dýr, Villikettir, Kattholt og Dýrahjálp. Það er vissulega slegist um dýrin hjá Dýrahjálp núna en við getum ekki sagt með neinni vissu að það verði þannig eftir nokkur ár eða bara nokkra mánuði. Við getum ekkert sagt til um það.“

Sandra segir að umræðan um kattaskort sé varhugaverð: „Það verður að passa að ekki sé horft á dýrin sem vöru með því að tala um ákveðinn skort, þá erum við að vísa til þess að dýrin séu vara sem geti verið framboð og eftirspurn af. Þá er bara spurning hvenær framboðið er orðið meira en eftirspurnin og þá erum við komin í vanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann