fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Komst út úr brennandi húsi – Ekið á strætisvagn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 06:08

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um eld í húsi í Miðborginni. Eldurinn var sagður minniháttar. Búið var að slökkva hann þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Einn var fluttur á sjúkrahús en sá komst sjálfur út úr húsinu en hafði slasast.

Um klukkan hálf níu í gær var ekið á strætisvagn sem var kyrrstæður á biðstöð á Vífilstaðavegi. Þrír farþegar voru í vagninum en enginn slasaðist. Strætisvagninn var ökufær eftir áreksturinn en flytja þurfti hina bifreiðina á brott með kranabifreið.

Á áttunda tímanum var  bifreið ekið á strætóskýli á Hafnarfjarðarvegi en mikil hálka var á vettvangi. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins