fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Axel Nikulásson látinn – „Lét sér ekki muna að svara fyrir sig með hnitmiðuðum frösum“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 10:36

Axel Nikulásson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins, er látinn en hann var aðeins 59 ára gamall. Frá þessu greinir Karfan.is en í grein þeirra kemur fram að Axel hafi barist við veikindi sem hann náði ekki að sigrast á, þrátt fyrir hetjulega baráttu.

„Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Þar áður hafði hann dvalið vestra í Bandaríkjunum við nám í háskóla. Árið eftir titilinn með Keflavík fór Axel svo til KR og titilinn stóri fylgdi honum þangað árið 1990. Axel tók svo að sér þjálfun seinna meir hjá KR í úrvalsdeildinni og svo tók hann við því fræga 1976 árgangs landsliði sem gerði góða hluti undir hans stjórn. Axel spilaði 63 landsleiki á sínum ferli fyrir íslands hönd. Eftir að ferlinum lauk starfaði Axel aðallega fyrir utanríkisráðuneytið og var iðulega búsettur erlendis,“ segir í grein Körfunnar um andlát Axels.

Þá er vísað í orð sem Jón Einarsson, stuðningsmaður Njarðvíkinga, ritaði á Facebook-síðu sína um „Hann hlýtur að hafa verið draumur hvers samherja að leika með. Sem áhorfanda uppi í stúku er minningin um leikmann sem lét sér ekki muna að svara fyrir sig með hnitmiðuðum frösum þegar svo bar undir. Það var ekki algengt að leikmenn væru að svara áhorfendum þegar þeir lésu leikmönnum pistilinn líkt og Axel átti til. Niðri á gólfi var Axel glerharður, oftar en ekki að kljást við kanana,“ segir Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands