fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 07:00

Anthony Fauci. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er of snemmt að spá fyrir um hvort hröð og mikil útbreiðsla Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar muni gera að verkum að heimsfaraldurinn hættir að vera heimsfaraldur og fer yfir á viðráðanlegra stig sem landlægur sjúkdómur. „En ég vona að svo sé,“ sagði Anthony Fauci, helsti farsóttafræðingur Bandaríkjanna, á mánudaginn.

CNN segir að Fauci hafi látið þessi orð falla á fjarfundi á vegum World Economic Forum.

 Ef faraldurinn fer yfir í að vera landlægur þýðir það að hann er alltaf til staðar á ákveðnum svæðum en hefur ekki áhrif á mjög marga hverju sinni og truflar ekki samfélagsstarfsemina eins og gerist þegar um heimsfaraldur eða mjög útbreidda farsótt er að ræða.

Fauci sagði jafnframt að við séum heppin að Ómíkron sé ekki með sum af einkennum Deltaafbrigðisins og að flestir þeir sem smitast af afbrigðinu komist klakklaust í gegnum sýkinguna.

Hann sagði að það sé enn óljóst hvort Ómíkron verði hin lífræna bólusetning gegn veirunni, eins og allir vona, því það sé svo mikil fjölbreytni í nýjum afbrigðum veirunnar. Þar með er hann að segja að við getum ekki enn hrósað heppni yfir því að faraldrinum sé lokið því enn geti ný og alvarleg afbrigði af veirunni komið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks