fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Þýsk mannæta dæmd í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 ára þýskur kennari var í síðustu viku dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð og að hafa skorið líkið í hluta og borðað kynfæri fórnarlambsins. Dómarinn sagði að á 30 ára starfsferli hafi hann aldrei lent í svipuðu máli.

Matthias Schertz, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að maðurinn hefði myrt 43 ára karlmann til að láta draum sinn um mannát rætast.

Saksóknari sagði að maðurinn hefði komist í samband við fórnarlambið í gegnum stefnumótaapp. Hann sannfærði viðkomandi um að koma í heimsókn til sín. Hann deyfði manninn síðan og skar hann á háls. Því næst skar hann kynfærin af honum og borðaði þau. Restina af líkinu skar hann í hluta og dreifði um Pankowhverfið í Berlín.

Lögreglan komst á slóð mannsins þegar mannabein fundust í garði í hverfinu. Þau reyndust vera úr fórnarlambinu en tilkynnt hafði verið um hvarf hans. Lögreglan gat síðan staðfest að hann hefði orðið fórnarlamb kennarans sem hefði myrt hann og borðað að hluta.

Út frá símagögnum fann lögreglan heimil hins dæmda en þar fannst blóð úr fórnarlambinu og verkfæri sem hinn dæmdi notaði við hryllingsverkið.

Fyrir dómi sagði maðurinn að fórnarlambið hefði látist af eðlilegum orsökum og að hann hefði hlutað hann í sundur til að leyna því að hann væri samkynhneigður. Þessu trúði dómarinn ekki og fann hann sekan og dæmdi í ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós