fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Þess vegna skaltu fara í göngutúr

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 15:30

Það er bara að drífa sig út í göngutúr, sama hvernig veðrið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega ekki hægt að ofmeta ávinninginn af því að fara í göngutúr. Ferskt loft og jákvæð áhrif á heilann og líkamann. Hvað er hægt að biðja um meira?

Heilinn þinn elskar að fara í göngutúr. Þegar þú gengur rösklega myndast nýjar heilafrumur og svæði heilans eiga auðveldara með samskipti sín á milli. Ef þú gengur 10 km á viku bætir þú minnið og heldur heilanum á tánum og það til lengri tíma. Ef þú ert í þeirri stöðu að eiga erfitt með að finna lausn á einhverju þá er gott að skella sér í göngutúr en rannsóknir hafa sýnt að göngutúr eykur sköpunargáfuna um 60% miðað við að sitja kyrr. Engu skipti hvort gengið var inni eða úti.

Það hefur auðvitað áhrif á þyngdina að fara í göngutúr. Líkaminn brennir aðallega fitu vegna þess hversu lítill hraðinn er og það gerir að verkum að það eru fitukeppirnir sem líkaminn gengur á en ekki kolvetnabirgðirnar. Þetta veldur því að þú finnur ekki til hungurs og missir þig því síður í ísskápnum þegar heim er komið. Hungur lætur ekki eins mikið að sér kveða ef gengið er á fitubirgðirnar eins og þegar gengið er á kolvetnabirgðirnar sem skila okkur orku.

Það er gott fyrir liðina að fara í göngutúr í staðinn fyrir að hlaupa. Þegar hlaupið er verða liðirnir fyrir mörgum höggum en í göngutúr er annar fóturinn alltaf á jörðinni og þú sleppur við að þeir „svífi“ yfir jörðinni og lendi harkalega sem veldur auknu álagi á líkamann.

Hjartað nýtur auðvitað góðs af göngutúr og því snjallt að fara reglulega í einn slíkan. Göngutúr örvar blóðrásina og vöðvana svo blóðþrýstingurinn og blóðfitan lækka og hjartað styrkist.

Beinin njóta einnig góðs af göngutúr. Líkurnar á beinþynningu í mjöðmunum minnka um 40% ef þú stundar gönguferðir. Ef þú vilt styrkja beinin enn frekar þá er mælt með göngutúrum í ósléttu umhverfi, til dæmis brekkum og hæðum og hólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi