fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Samsæriskenningarnar fóru á flug eftir að dánarorsök Laundries var opinberuð – „Hvar er byssan?“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 22:30

Gabby og Brian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikilli leit lögreglunnar í Bandaríkjunum lauk í síðasta mánuði þegar líkamsleifar Brian Laundrie fundust við leit í þjóðgarði í Flórída.

Brian var leitað í tengslum við andlát kærustu hans, Gabby Petito, sem fannst látin í september. Hún og Brian höfðu verið að ferðast um bandaríkin í húsbíl saman en hann sneri einn heim úr ferðinni og vildi ekkert tjá sig um hvar Gabby væri að finna. Upptökur voru síðan opinberaðar af lögreglu sem sýndu lögreglumann hafa afskipti af parinu og þar sást Gabby í miklu uppnámi.

Eftir að Gabby fannst kom í ljós að andlát hennar hafði borið að með saknæmum hætti og beittust spjót allra fljótt að Brian, sem þá hafði látið sig hverfa.

Foreldrar hans höfðu einnig neitað að tjá sig en létu loks undan eftir að verða fyrir miklu áreiti fjölmiðla og ágengs almennings sem krafðist svara um örlög Gabby og hvar Brian væri niðurkominn.

Í kjölfarið aðstoðuðu foreldrar Brians við leit að honum en hans var leitað í þjóðgarði í Flórída þar sem hann hafði sagt foreldrum sínum að hann ætlaði í útilegu. Lögregla hafði áður kembt svæðið en ekkert fundið. Varla var leitin hafin þegar foreldrar hans fundu fyrst bakpoka sem var sagður í hans eigu og skammt undan fundust líkamsleifar Brians sem voru svo illa farnar að það þurfti að bera kennsl á hann út frá gögnum frá tannlæknum.

Nú hefur verið opinberað að Brian hafi látist vegna skotsárs á höfði og er talið að hann hafi veitt sér þann áverka sjálfur.

Netverjar eru þó ekki sannfærðir. Aldrei hafi komið fram að skotvopn hafi fundist nærri líkamsleifum Brians. Hvernig gat hann skotið sig með byssu sem virðist ekki vera til? „Hvar er byssan,“ hafa fjölda margir spurt á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring.

„Ef Brian Laundrie skaut sig, hvað varð um byssuna? Ég minnist þess ekki að þeir hafi greint frá því að hafa fundið hana.“

„Við að reyna að finna út hvernig Brian Laundrie framdi sjálfsvíg með byssu sem aldrei fannst.“

„Ég og strákarnir að spyrja alríkislögregluna hvers vegna þeir hafi aldrei minnst á byssu þegar þeir fundu líkamsleifar Brian Laundrie.“

Jafnvel hafa menn haldið því fram að Brian hafi ekki treyst sér til að taka eigið líf og því fengið aðstoð frá móður sinni.

Aðrir hafa bent á að það sé undarlegt að tilkynningin um hvernig Brian lét lífið og að um sjálfsvíg hafi verið að ræða hafi ekki komið frá yfirvöldum heldur frá lögmanni fjölskyldunnar. „Af hverju eru þessar upplýsingar að koma frá grunsamlega lögmanni fjölskyldunnar?“

Þær kenningar eru einnig lífseigar, þrátt fyrir að yfirvöld hafi staðfest að búið sé að bera kennsl á líkamsleifarnar með erfðafræðirannsókn, að Brian sé enn á lífi og að foreldrar hans séu að hjálpa honum að komast undan því að vera sakfelldur fyrir að hafa banað Gabby.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana