fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Jóhann Berg fjarverandi í kvöld – Skarar fram úr í tölfræði yfir alla Evrópu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 13:31

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu sem heimsækir Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. Er það skarð fyrir skildi miðað við hæfni Jóhanns og tölfræði sem birt var í dag.

Ísland og Rúmenía hafa mæst fjórum sinnum í A landsliðum karla. Rúmenar hafa unnið þrjá leiki og Íslendingar einn og sá sigur kom í undanúrslitaleik umspils um sæti í úrslitakeppni EM síðasta haust, en sem kunnugt er tapaði íslenska liðið síðan fyrir Ungverjum í úrslitaleik um EM-sæti á lokamínútunum.

Jóhann Berg gaf ekki kost á sér í verkefnið og vill einbeita sér að Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann er með nákvæmustu fyrirgjafirnar í landsleikjum á þessu ári. AF þeim 75 leikmönnum sem hafa reynt 20 fyrirgjafir eða meira í undankeppni UEFA fyrir Heimsmeistaramótið er Jóhann í sérflokki.

50 prósent af fyrirgjöfum hans hafa ratað á samherja en Jóhann hefur tekið þátt í fjórum af átta leikjum Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“