fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 19:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við þurfum að bæta okkur. Öll lið fara í gegnum erfið tímabil, við erum að því núna,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi.

Man Utd hefur gengið illa undanfarið, aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. Margir telja að sæti Solskjær sé að hitna.

,,Ég er alltaf að ræða við félagið, samtalið er opið og heiðarlegt. Það er pressa á mér, auðvitað. Við höfum bætt okkur í gegnum árin. Ég hef mín gildi svo lengi sem félagið trúir á mig. Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér,“ sagði Norðmaðurinn á fundinum.

Hann hrósaði þjálfarateymi sínu einnig í hástert.

,,Þjálfarateymið okkar er ótrúlegt, hvernig þau taka eftir litlu hlutunum, undirbúa æfingar, ég gæti ekki beðið um neitt meira.“

Man Utd mætir Atalanta í Meistaradeild Evrópu á morgun og á svo leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Það má ætla að komandi vika gæti haft mikið að segja hvað varðar framtíð Solskjær í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sendir stuðningsmönnum Arsenal kveðju – Á förum eftir átta ár hjá félaginu

Sendir stuðningsmönnum Arsenal kveðju – Á förum eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
433Sport
Í gær

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun