fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Grunuð um bílþjófnað og hrækti á lögreglumann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 04:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er grunuð um nytjastuld á bifreið, var vistuð í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hún var eitthvað ósátt við afskipti lögreglunnar og hrækti á lögreglumann.

Tilkynnt var um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í Vesturbænum. Lögreglan hefur vísbendingar um hver stal hjólinu.

Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir ítrekað áreiti og ónæði á tjaldsvæði. Ekki var unnt að ræða við manninn sökum þess hversu annarlegu ástandi hann var í.

Reiðhjólamaður hjólaði á kyrrstæða bifreið í vesturhluta borgarinnar í gær. Minniháttar eignatjón hlaust af.

Fimm ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tvennt var handtekið grunað um húsbrot og voru vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga