fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Tveir unglingspiltar skotnir í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 05:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir unglingspiltar voru skotnir í Linköping í Svíþjóð um klukkan 19 í gærkvöldi. Þeir voru fluttir lífshættulega særðir á sjúkrahús. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið svartklæddur og með grímu en hann hefur ekki verið handtekinn.

Lögreglunni barst fjöldi tilkynninga um skothvelli í Berga klukkan 19.05 og fylgdi tilkynningunum að fleiri en einn væru særðir. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir piltana tvo mikið særða. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að þeir séu 15 og 16 ára. Þeir hafa að sögn komið við sögu lögreglunnar áður og segir lögreglan að reikna megi með að skotárásin tengist átökum glæpagengja. Tugum skota var að sögn hleypt af en þau hæfðu ekki öll piltana.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í alla nótt en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. Rætt hefur verið við vitni og lagt hefur verið hald á upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk