fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Margir ökumenn í vímu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 06:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Akstur konu var stöðvaður síðdegis í gær en hún reyndist vera svipt ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá henni. Börn voru í bifreiðinni og var barnaverndaryfirvöldum því gert viðvart um málið. Tilkynnt var um innbrot í verslun í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt, ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Af þeim ökumönnum sem voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna reyndist einn vera eftirlýstur fyrir önnur brot og sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir til viðbótar reyndust vera sviptir ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir voru staðnir að akstri eftir að þeir voru sviptir ökuréttindum.

Einn ökumaður reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og er hann einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Annar var einnig kærður fyrir of hraðan akstur og að hafa ekið án gildra ökuréttindi og sá þriðji var ekki með gild ökuréttindi.

Einn framvísaði fölsuðu ökuskírteini og var því einnig kærður fyrir skjalafals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf