fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ók á kyrrstæða bifreið og stakk af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 05:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var ekið á kyrrstæða bifreið við vínbúð í Bústaðahverfi. Tjónvaldur  var sagður hafa farið inn í verslunina og skömmu síðar ekið frá vettvangi. Lögreglan hafði afskipti af honum skömmu síðar og handtók hann. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á sjöunda tímanum var ekið á ljósastaur í Hafnarfirði. Kalla varð slökkvilið á vettvang vegna olíuleka og starfsmenn frá HS Veitum komu á vettvang vegna ljósastaursins. Farþegi í bifreiðinni fann til eymsla í fæti og ætlaði sjálfur að koma sér á Bráðadeild ef þörf væri á.

Á ellefta tímanum voru afskipti höfð af ökumanni í Hlíðahverfi en í hjá honum fundust meint fíkniefni.

Á fyrsta tímanum í nótt voru afskipti höfð af tveimur mönnum sem eru grunaðir um þjófnað úr verslun í Kópavogi og vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK