fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stóru bóluefnaspurningunni verður svarað síðdegis á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 20:57

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun liggja fyrir síðdegis á morgun hvort lyfjaframleiðandinn Pfizer ræðst í stóra vísindarannsókn hér á landi sem felur í sér bólusetningu stórs hluta þjóðarinnar gegn COVID-19 á stuttum tíma.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Hann segir engin samningsdrög hafa borist frá Pfizer en svara væri að vænta síðdegis á þriðjudeginum 9. febrúar um hvort yfirleitt verði af verkefninu.

„Hið sanna í þessu er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer,“ segir Þórólfur við RÚV í svari við spurningu um rannsóknarverkefnið sé að verða að veruleika.

Miklar sögusagnir hafa verið í gangi um yfirvofandi fjöldabólusetningu vegna samstarfs um vísindarannsókn og hefur dagsetningin 20. febrúar verið oftlega nefnd. Miðað við stöðuna nú virðist sú dagsetning útilokuð enda yrði að fá leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd áður en rannsóknarverkefnið yrði að veruleika, auk þess sem ekki liggur fyrir hvort möguleg samningsdrög frá Pfizer væru yfirleitt ásættanleg. Óhætt er þó að fullyrða að almennt virðast landsmenn mjög jákvæðir gagnvart bólusetningu fyrir COVID-19 þó að vissulega heyrist efasemdaraddir um bólusetningar.

„Við myndum uppfylla öll skilyrði og allar kröfur áður en að yrði farið af stað,“ segir Þórólfur.

Eins og kom fram í fréttum fjölmiðla um helgina er búið að gera Laugardalshöllina þannig úr garði að hægt verður að bólusetja þar 500 manns á klukkustund. Einnig er rætt um að leigja íþróttahúsið að Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir fjöldabólusetningu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina