fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur svarar gagnrýni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vægar afléttingar á samkomutakmörkunum hafa vakið mikla gagnrýni en nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi í dag og eru í gildi til 12. janúar. Á upplýsingafundi dagsins svaraði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þeirri gagnrýni sem komið hefur fram.

Annars vegar hefur verið gagnrýnt að sundstaðir geti opnað núna en líkamsræktarstöðvar séu lokaðar. Þórólfur benti á að hætta af smiti á líkamsræktarstöðvum sé sjö sinnum meiri en af sundstöðum. Hjá Sóttvarnastofnun Evrópu og WHO séu líkamsræktarstöðvar settar í efsta áhættuflokk varðandi Covid-19.

Hins vegar hefur verið gagnrýnt að íþróttastarf sé aðeins leyft hjá afreksfólki og í efstu deildum hópíþrótta. Þórólfur sagði að þetta væri í samræmi við óskir íþróttahreyfingarinnar sjálfrar. Þetta sé í samræmi við þau markmið að aflétta takmörkunum hægt og það væri ekki í samræmi við þau markmið að leyfa allt íþróttastarf.

Aðeins fjórir greindust innanlands í gær með Covid-19 og þar af voru þrír í sóttkví. Um 800 sýni voru tekin, sem er heldur færra en undanfarið. Hlutfall sýktra meðal þeirra sem eru skimaðir er komið niður í 0,5% en var 5% þegar mest lét. Þórólfur sagði að faraldurinn væri á niðurleið og þetta væri ánægjuleg þróun en lítið mætti út af bregða til að bakslag yrði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“