fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Faraldurinn á mikilli niðurleið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjögur COVID-19 innanlandssmit greindust í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að bylgjan væri á góðri niðurleið en heldur færri sýni hafi verið tekin í gær en undanfarið, eða alls 770 innanlands.

Hvetur Þórólfur alla sem finna til minnstu einkenna að fara í sýnatöku.

Alls hafa 2.970 greinst með COVID-19 síðan 15. september. 51 er nú á Landspítala, þar af 16 með virkt smit, 3 á gjörgæslu og 1 á öndunarvél.

Þórólfur sagði að álag væri farið að minnka mikið á sjúkrahúsum sem væri ánægjulegt. Segir hann að hægt og bítandi verði nú hægt að létta af takmörkunum en mikilvægt sé samt að fara þar hægt í sakirnar.

Hvað væntanlegt bóluefni varðar þá sagði Þórólfur að þar væri ekkert í hendi. Fyrstu fréttir frá tveimur framleiðendum lofuðu hins vegar góðu og hann bindur vonir við að bólusetning hér á landi geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Undirbúningur að bólusetningu verður kynntur síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum