fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Haukur segist verða fyrir hatri og óþverragangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 15:30

Haukur Arnþórsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segist vera hættur að tjá sig um  COVID-19 en hann hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sem og framgöngu Íslenskrar erfðagreiningar. Segist Haukur meðal annars hafa þurft að þola hótanir frá læknum vegna skrifa sinna. Haukur segir ekki treysta sér til að leggja mannorð sitt að veði. Pistill hans um þetta er eftirfarandi:

„Hatur, óþverragangur, hótanir og útúrsnúningar mæta þeim sem telja sóttvarnarlækni fara offari. Já, nokkrar hótanir, m.a. frá læknum. Getum við ekki gert betur? Búum við í Tyrklandi þar sem ein ríkisskoðun er leyfileg? Það fylgist enginn íslenskur fjölmiðill með alþjóðlegri umræðu vísindamanna og alþjóðlegri hreyfingu heilbrigðisstarfsmanna gegn miklum lokunum.
Ég treysti mér ekki til að leggja mannorðið undir í þessu efni og segi ekkert meira í bili. En það mun koma í ljós hvaða leið „hefði átt að fara“ í málinu. Á meðan getur múgurinn átt sviðið og dómstóll götunnar dæmt menn til dauða.
Ég get annað hvort eytt innleggjum við þennan status eða sent þau til lögreglu. Ég vel fyrri kostinn. Það hafa aðeins þrír komið með málefnalegt innlegg (um lýðræðislega umræðu).“
Í fyrri greinum hefur Haukur gert því skóna að ÍE hagnist af skimunum sínum fyrir COVID-19 vegna aðgangs að persónuvernduðum upplýsingum og meðferð fyrirtækisins á þeim gögnum sé vafasöm. Kári Stefánsson svaraði grein Hauks fyrr í haust og gerði því skóna að hann gæti átt yfir höfði sér meiðyrðamál.

https://www.facebook.com/haukura/posts/10159740833368306

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi