fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prestur í grísku réttrúnaðarkirkjunni hefur verið sakaður um að veita barni áverka við skírn á laugardaginn síðastliðinn.

Greek Reporter greinir frá. Myndband, sem má sjá hér að neðan, sýnir prestinn halda utan um barnið og dýfa því með afli ofan í vatnið. Barnið er hágrátandi á meðan þessu stendur og fætur þess fara nokkrum sinnum utan í málmbrúnina.

Foreldrarnir kvörtuðu undan prestinum. „Presturinn lamdi barnið mitt, við vorum öll að öskra á hann og sögðum honum að fara varlega, en hann svaraði bara: „Ég ber ábyrgð á skírninni,“ sagði móðir barnsins, Ntina Shitta, í Facebook færslu um málið.

„Húð barnsins varð rauð og það var í áfalli! Presturinn eyðilagði fallega daginn okkar,“ sagði hún.

Í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn baðst presturinn afsökunar en neitaði að hafa meitt barnið viljandi.

„Sannleikurinn er sá að á einum tímapunkti var ég næstum því búinn að missa barnið, það var svo sleipt, þið sjáið það á myndbandinu að ég set höndina undir mjöðm barnsins til að vernda það. Ég ætlaði ekki að meiða barnið,“ segir hann.

„Ég hef skírt mörg börn. Þegar ég áttaði mig á að barninu leið illa þá reyndi ég að klára athöfnina eins fljótlega og ég gat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“