fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Veitingamaður biður um að tillaga Áslaugar verði samþykkt svo staðurinn hans lifi af

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. október 2020 18:30

Árni Steinn Viggósson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Steinn Viggósson rekur lítinn veitingastað á þessum erfiðu tímum sem nú eru. Hann leitar allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólkinu sínu laun. Heimsendingar eru stór hluti af starfseminni en þar rekur Árni sig á misræmi. Hann getur selt fólki mat og áfengi á staðnum en hann getur aðeins heimsent mat – ekki áfengi.

Árni fer yfir málið í grein á Vísir.is í dag. Áslaug Arna Sigurjörnsdóttir dómsmálaráðherra er með í undirbúningi frumvarp sem gerir löglegt fyrir veitingastaði að heimsenda áfengi. Árni telur að þessi breyting gæti orðið mörgum til bjargar. Hann hvetur þingmenn til að taka frumvarpinu vel. Við gefum Árna orðið:

Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu.

Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja.

Ég vona að ég geti haldið því áfram.

Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi