fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hryllingur á Langholtsvegi – Þorlákur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. október 2020 19:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrramálið (þriðjudagsmorguninn 6. október) verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakamál á hendur Þorláki Fannari Albertssyni fyrir tilraun til manndráps með hnífi. Þorlákur er tæplega 34 ára gamall og dvelst á Litla-Hrauni.

Árásin á að hafa átt sér stað þann 15. júní í sumar, á Langholtsvegi, og er Þorlákur sagður hafa ráðist á konu með löngum hnífi og reynt að stinga hana í höfuð og líkama. Í ákæru segir að Þorlákur hafi veist að konunni með hnífnum „og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama, en hún náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut 3 cm skurð yfir kjálkabeininu hægra megin, 7 cm skurð undir hægra viðbeini, 5 cm skurð þvert yfir miðju bingubeins, 5 cm skurð framan á vinstri upphandlegg, 1 cm skurð á fingurgóma vinstri þumals, 3,2 cm djúpan skurð á efri hluta vinstra læris, 2,2 cm djúpan skurð fyrir ofan vinstra hné og 7 cm djúpan skurð á hægri hendi.“

Þess er krafist að Þorlákur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Auk þess gerir konan einkaréttarkröfu á hann upp á samtals tæplega 5,4 milljónir króna, annars vegar í miskabætur og hins vegar vegna sjúkrakostnaðar, sérfræðikostnaðar og atvinnutjóns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga