fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Hryllingur á Langholtsvegi – Þorlákur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. október 2020 19:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrramálið (þriðjudagsmorguninn 6. október) verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakamál á hendur Þorláki Fannari Albertssyni fyrir tilraun til manndráps með hnífi. Þorlákur er tæplega 34 ára gamall og dvelst á Litla-Hrauni.

Árásin á að hafa átt sér stað þann 15. júní í sumar, á Langholtsvegi, og er Þorlákur sagður hafa ráðist á konu með löngum hnífi og reynt að stinga hana í höfuð og líkama. Í ákæru segir að Þorlákur hafi veist að konunni með hnífnum „og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama, en hún náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut 3 cm skurð yfir kjálkabeininu hægra megin, 7 cm skurð undir hægra viðbeini, 5 cm skurð þvert yfir miðju bingubeins, 5 cm skurð framan á vinstri upphandlegg, 1 cm skurð á fingurgóma vinstri þumals, 3,2 cm djúpan skurð á efri hluta vinstra læris, 2,2 cm djúpan skurð fyrir ofan vinstra hné og 7 cm djúpan skurð á hægri hendi.“

Þess er krafist að Þorlákur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Auk þess gerir konan einkaréttarkröfu á hann upp á samtals tæplega 5,4 milljónir króna, annars vegar í miskabætur og hins vegar vegna sjúkrakostnaðar, sérfræðikostnaðar og atvinnutjóns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt