fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Þórólfur gagnrýndur fyrir að tala um „Frakkaveiru“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 08:46

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið gagnrýndur fyrir að kalla afbrigði af kórónuveirunni „Frakkaveiru“. Um er að ræða stofn veiru sem hefur verið þrálátur í þriðju bylgju faraldursins hér á landi og er rakinn til franskra ferðamanna sem voru smitaðir og fóru ekki að sóttvarnareglum.

Guðlaug M. Jakobsdóttir, forseti stjórnar Alliance Française, segir um þetta við Morgunblaðið: „Við megum ekki vera að draga þjóðir í einhverja dilka út af svona tilfellum. Þetta eru einstaklingar sem
höguðu sér óábyrgt og það er alveg sama hvaðan þeir koma, þetta var bara óábyrg hegðun.“

Ummæli Þórólfs sem Guðlaug gagnrýnir voru orðrétt svona, en hann létu þau falla í viðtali við Stöð 2: „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna.“

Alþekkt er að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallaða kórónuveiruna Kínaveiru enda á hún rætur sína að rekja til Wuhan-héraðs í Kína. Hefur þetta orðalag verið gagnrýnt harðlega.

Staksteinar koma Þórólfi til varnar

Skoðanadálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu tekur málið upp og kemur Þórólfi til varnar. Höfundur segir þessa afstöðu Guðlaugar vera ofurviðkæmni. Bent er á að hótel bjóði gjarnan upp á enskan morgunverð þó að þau séu víðsfjarri Englandi og talað sé um franska kossa án þess að þar sé lýst afstöðu til franskrar menningar. Neikvæðir og jákvæðir atburðir séu oft kenndir við einstök ríki.

Alþekkt sé að veirur og veikindi séu kennd við tiltekin lönd, til dæmis spænska veikin sem hafði lítið með Spán að gera. Staksteinar telja það vera nýstárlega viðkvæmni að kvarta undan því að kórónuveiran sé kölluð Kínaveira. Síðan segir:

„Nýjasta dæmið um þessa viðkvæmni er svo að fundið var að því að sóttvarnalæknir skyldi kenna afbrigði veirunnar, sem tveir franskir ferðamenn báru hingað til lands og dreifðu með óábyrgum hætti, við Frakkland. Er þetta virkilega aðfinnsluvert?“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða