fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Átta ný innanlandssmit

Auður Ösp
Mánudaginn 3. ágúst 2020 14:40

Frá upplýsingafundi Almannavarna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta einstaklingar greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær.  80 sýktir einstaklingar eru  í einangrun og 670 einstaklingar eru í sóttkví.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Landlæknis og Almannavarna um kórónuveirufaraldurinn á Íslandi

914 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. 291 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild og 2.035 í landamæraskimun.

Fram kom á fundinum að staðan frá því í gær væri nánast óbreytt. Búast má við sveiflum milli daga og ekki er rétt að leggja of mikinn skilning í það. Ekki liggur fyrir að brot hafi verið á sóttvarnarreglum nú um helgina.

Fram kom í erindi Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að nokkrir einstaklinga hefðu mælst með mikið magn af veiru. Það gæti þýtt að þeir séu meira smitandi en það segir ekki mikið til um styrk veirunnar. Ekki er hægt að svara því hvort veiran sé orðin skárri eða verri annars staðar.

Þá sagði Þórólfur að mörg smitanna sem hafa greinst séu óljós varðandi staðsetningu. Um er að ræða hópa sem hafa smitast og tengjast ekki greinilega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist