fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Hertari aðgerðir verða ræddar í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnaráð fundar í dag með heilbrigðisráðherra til að ræða möguleika á hertum aðgerðum vegna aukinna COVID-smita undanfarið. Þetta sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Áður hefur verið tilkynnt að ekki verður slakað frekar á takmörkunum vegna samkomubanns eftir verslunamannahelgi eins og til stóð. Þetta þýðir að öldurhús mega áfram ekki hafa opið lengur en til 23 á kvöldin.

Boðað var til fundarins skömmu eftir að ákveðið var að hætta með reglulega upplýsingafundi. Tíðindi af auknum smitum undanfarið voru hins vegar tilefni fundar.

Í dag eru 24 í einangrun vegna COVID-smits. Er það hæsta talan síðan 6. maí og fyrst sáum við þessa tölu 4. mars. Hæst ber þarna hópsýkingu á Akranesi þar sem sjö erlendir samstarfsmenn greindust smitaðir. Systkini eins mannsins bættist við í hóp smitaðra í gær. Einnig greindist einstaklingur sem fór á Rey Cup mótið en hann smitaðist áður.

Að sögu Ölmu Möller landlæknis eru þeir sem smitast hafa undanfarið með væg einkenni, helst eru það hálssærindi, slappleiki, hiti og beinverkir. Tap á lyktarskyni og niðurgangur eru líka algeng einkenni sýkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs