fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Versnandi staða gagnavera

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 08:00

Gagnaver kosta greinilega skildinginn Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk gagnaver horfa nú fram á versnandi samkeppnishæfni vegna lágs raforkuverðs á samkeppnismörkuðum. Formaður Samtaka gagnavera segir að greinin þoli ekki frekari hækkanir á raforkukostnaði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Stór hluti af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir núna, er að Ísland er ekki lengur samkeppnishæft þegar kemur að raforkuverði. Sú staða er grafalvarleg, sérstaklega í ljósi hægari umsvifa í öðrum útflutningsgreinum.“

Hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni Þór Jónssyni formanni Samtaka gagnavera. Hann setur spurningarmerki við fyrirætlanir Landsnets um fjárfestingu upp á tugi milljarða í flutningskerfi sínu.

„Fyrir liggur í áætlunum að þetta getur valdið töluverðum hækkunum á dreifikostnaði stórnotenda. Að okkar mati þurfa ákvarðanir um fjárfestingar í flutningskerfi að byggja á samkeppnishæfni orkumarkaðarins og orkufrekra fyrirtækja. Þær mega ekki byggja einungis á sjónarmiðum um raforkuöryggi og hag orkuframleiðenda.“

Er haft eftir honum.

Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, fékk fyrr á árinu Fraunhofer/Ecofy ráðgjafarstofuna til að gera úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda hér á landi, með sérstaka áherslu á raforkukostnað.

Haft er eftir Jóhanni að þessi úttekt þurfi að taka ýmis sérkenni íslenska orkumarkaðarins til greina. Nefndi hann þar til dæmis flutningskostnað og ósveigjanleg atriði raforkusamninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“