fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Herbert um Starbrigt: „Móttökurnar hafa verið vonum framar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herbert Guðmundsson gefur út nú fyrir jólin plötuna Starbrigt. Hefur platan að geyma tíu ný lög í anda áttunda áratugarins. Platan sem Herbert er nú að leggja lokahönd á hefur verið í vinnslu í rúmt ár.

„Ég vinn plötuna í samvinnu við son minn Svan Herbertsson,“ segir Herbert og bætir við að ekkert hafi verið til sparað við gerð plötunnar. „Reynt var að vanda til verka og nálgast eins og vel og hægt var hljóðheim áttunda áratugarins eins og ég var að gera þegar ég var að byrja í bransanum með lagið Can’t Walk Away.“

Herbert bætir við að lagið Starbrigt hafi fengið góðar viðtökur.

„Móttökurnar hafa verið vonum framar. Lagið situr t.d. í 11. sæti vinsældalista Rásar 2 um þessar mundir.

Tónlistarmyndbandið var unnið af Þór Freyssyni hjá Trabant ehf. Tökumaður var Tómas Marshall og Alfreð Sturla Böðvarsson sá um lýsingu.

„Þór var að skila af sér kóraþáttunum núna nýverið og hefur séð um alla framleiðslu á Idolinu og Ísland got talent. Hann er algjör fagmaður á sínu sviði og heiður að fá að vinna með svona hæfileikaríku og góðu fólki.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=GcdUOUXtqqM&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna