fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Þú hefur labbað vitlaust allt þitt líf – Svona áttu að gera

Fókus
Sunnudaginn 21. júní 2020 13:12

Kannt þú að labba rétt? Mynd-Vísindavefurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir ættu að vera færir um að ganga á tveimur jafnfljótum án þess að klúðra miklu, enda eitt af grundvallaratriðum þess að vaxa úr grasi sem og að komast ferða sinna.

Flestir hafa sitt göngulag, sem jafnan markast af því hvernig viðkomandi þykir best að labba.

Samkvæmt sérfræðingum geta þó flestir bætt ráð sitt þegar kemur að göngulagi og gefur jógakennarinn Jonathan Fitzgordon lesendum sínum þrjú góð ráð í þessum efnum, en hann er stofnandi Core Walking, sem er gönguáætlun sem ætlað er að bæta íþróttaárangur, draga úr sársauka, og bæta líf þitt almennt.

 

1 Taktu styttri skref

Það kann að hljóma mótsagnakennt, en styttri skref munu gera það að verkum að þú labbir hraðar. Löng skref geta leitt til eymsla í hnjám og annarra kvilla, þar sem það teygist um of á hnénu við liðamótin. Einnig leiða þau til álags á hælinn og kálfann.

2. Hallaðu þér örlítið fram

Ef þú hallar þér of mikið aftur við göngu, reynir ekki á vissa vöðva líkamans sem æskilegt er. Þá nýtist sá framkraftur sem myndast við göngu verr og getur leitt af sér verk í baki og aftan í lærum.

Rétt er að eyrun séu fyrir ofan axlir og mjaðmir við göngu.

3. Samhæfðu limina

Fitzgordon segir líkamann vera vél sem geti grætt sig sjálfa og hvert skref eigi að örva líffærin og magavöðvana, auk vöðva í fótum og höndum. Því þurfi að samhæfa hendur og fætur þannig að hægri hendi fari sömu lengd og vinstri fótur og síðan öfugt í næsta skrefi.

Þannig náist góð æfing fyrir líkamann allann.

Heimild: mindbodygreen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum