fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Níð gegn fatlaðri konu á TikTok: „Að börn hafi í sér að skrifa svona er skelfilegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 22:15

Erla Kolbrúnardóttir og kötturinn Jósep

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlega fötluð kona sem birtir efni á samfélagsmiðlinum Tik-Tok hefur fengið yfir sig í hrönnum viðurstyggilegar athugasemdir. Flestar snúast þær um útlit konunnar sem er þéttvaxin. Við birtum nokkur dæmi um þessi skilaboð hér fyrir neðan en vörum þá við sem vilja ekki lesa slíkt.

Erla Kolbrúnardóttir hefur vakið athygli á þessu athæfi og birt skjáskot af athugasemdunum. Hún sendi skjáskotin í Facebook-hópinn „Góða systir“ og fékk innlegg hennar þar upp undir 400 like.

Erla birti skjáskotin síðan í opinni færslu á FB-síðu sinni og skrifaði:

„Ákvað að opinbera þetta, ekki bara inn í lokuðum hóp.
Taki þetta til sín sem eiga.

TikTok getur verið ógeðslegur miðill.

Oft verið rætt en greinilega ekki nóg en þið sem eigið ung börn á TikTok í guðana bænum fylgist með“

Kornungir notendur

Erla hefur fylgst nokkuð með því sem er í gangi á TikTok þó að hún sé sjálf ekki með aðgang þar. Hún telur að mjög margir notendur miðilsins séu á aldursbilinu 8 til 13 ára. Mikilvægt sé að foreldrar ræði við börn sín um framkomu á netinu, tæknilegt eftirlit dugi ekki til:

„Það er mjög algengt að krakkar séu klárari en foreldrar þeirra í tæknimálum og kunni á alls konar stillingar. Sumir segja að börnin sín séu bara með private-aðgang en það eru svo mörg börn sem geta farið í gegnum slíkar hindranir.

Númer eitt, tvö og þrjú er að tala við börnin og kenna þeim mannasiði. Að börn hafi í sér að skrifa svona er skelfilegt.“

Líkamssmánun áberandi

Meðal skilaboðanna sem skrifuð hafa verið við innlegg konunnar er eftirfarandi:

Þú ert feit

Fokking tussan þín

Þú ert kýr

Svín

Þú ert spikfeit

Þú ert 205 kg

Sjálf starfar Erla hjá félagsþjónustunni. Hún þekkir umrædda konu ekki persónulega en veit af henni. „Hún hefur lengi verið virk á samfélagsmiðlum og svo sé ég áðan þessi skilaboð sem hún var búin að fá.“

Það vakti líka athygli Erlu að flest skilaboðin snerust um vaxtarlag konunnar. Erla er sjálf þéttvaxin og hefur fengið sinn skammt af líkamssmánun í gegnum tíðina. Hún vill að foreldrar vinni gegn slíkri framkomu hjá börnum sínum og þess vegna vill hún vekja athygli á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás