Tæplega 39 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir að hafa slegið starfsmann Landspítalans hnefahöggi í höfuðið. Konan sem varð fyrir högginu hlaut bólgu ofarlega á höfði aftan á hvirfli, samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem DV hefur undir höndum.
Krafist er þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Atvikið átti sér stað þann 22. október árið 2019, innandyra á deild 33c, en það er móttökugeðdeild.
Fyrirtaka verður í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. júní.