fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Eva María brotnaði saman

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu fyrir skemmstu ásamt Elizu Reid forsetafrú.

Undanfarna daga hefur gengið um Facebook myndbrot af heimsókninni en í flóttamannabúðunum búa fjölmargar konur og börn sem flúið hafa stríðsástandið í Sýrlandi. Talið er að 80% íbúa þar séu konur og börn.

Í myndbandinu segir Eva að þarna séu konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og stúlkur.

Heimsóknin virðist hafa fengið mikið á Evu Maríu en á einum tímapunkti í myndbandinu sést hún með tárin í augunum.

Á heimasíðu UN Women kemur fram að samtökin á Íslandi hafi hafið neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í búðunum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið KONUR í númerið 1900. SMS-ið kostar 1.490 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“