fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Bíl ekið á 10 ára dreng sem var á rafhjóli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í morgun var ekið á 10 ára gamlan dreng sem slapp sem betur fer við mikil meiðsli en hann var þó fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en var útskrifaður þaðan skömmu síðar. Það er með þetta eins og svo margt annað, við verðum öll að leggjast á eitt með það að gera það sem við getum til að koma í veg fyrir slysin og í sameiningu þá hjálpumst við að með það,“ segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem varar sterklega við að börn noti rafhjól á bílagötum.

Samkvæmt lögum má ekki aka á rafhjólum á akbrautum. Hins vegar er ekkert aldurstakmark varðandi notkun á hjólunum. Varað er við hættulegri notkun barna á rafhjólum og segir orðrétt:

„Krakkar sem eru á þessum rafmagnshlaupahjólum bruna oft eftir gangstéttum og framhjá innkeyrslum þar sem bifreiðum er ekið út af, að sjálfsögðu má einnig heimfæra þetta yfir á reiðhjólin en rafmagnshjólin fara þó hraðar yfir. Við þurfum að kenna börnunum okkar á umferðina og leiðbeina þeim, það er ekki nóg að kaupa hjól og hjálm og segja svo bara „farðu varlega.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum