fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Forstjóri Eymundsson andmælir fullyrðingum Jakobs og segir bækur frá Uglu vera í sölu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 15:43

Úr einni af verslunum Eymundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bókaútgáfan Ugla er í dag með 183 titla af bókum í sölu í verslunum Pennans um allt land eða 3.914 stykki,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, í athugasemd sem hann sendi DV vegna fréttaflutnings af viðskiptum forlagsins Uglu við Pennann Eymundsson.

Sjá einnig: Bókaútgefandi ber Eymundsson þungum sökum

Sjá einnig: Inga gáttum á Eymundsson – „Svona gera menn bara ekki“

Jakob F. Ásgeirsson, eigandi bókaútgáfunnar Uglu, segir í löngum Facebook-pistli að nær allar bækur forlagsins verði ekki í sölu í verslunum Eymundsson vegna þess að þær hafi verið gefnar úr sem hljóðbækur hjá Storytel:

„Á þessu ári, 2020, hefur Ugla gefið út 18 bækur og 5–7 bækur eru væntanlegar fram á haust. Nær allar þessar bækur munu því ekki vera til sölu í verslunum Pennans Eymundsson þar sem um 90% af allri sölu nýrra bóka á almennum markaði fer fram frá janúar til október á hverju ári. Aðgerð Pennans sýnist því ætlað að stilla Uglu upp við vegg: Annað hvort hættir hún að gefa út nýjar bækur sem hljóðbækur til sölu hjá Storytel eða hún verður knésett. Jafnframt sýnist Uglu ætlað að vera víti til varnaðar fyrir aðra bókaútgefendur: Nú sjáið þið hvernig fer fyrir ykkur ef þið vogið ykkur að gera hljóðbækur úr nýútkomnum bókum og hafa þær til sölu hjá Storytel!“

En Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, segir hins vegar í tilkynningu til DV:

„Það er beinlínis rangt sem kemur fram í frétt í dag að allar bækur Uglu hafi verið endursendar til forlagsins.  Á síðustu dögum og vikum hafa bæði verið teknar inn nýjar bækur frá Uglu og bækur endurpantaðar.

Það er þannig á þessum bókamarkaði að bækur koma og fara eins og þú veist en fjöldi titla annarra forlaga hafa verið endursendir á síðustu vikum.

Ástæðan er m.a. sú að það er verulegur samdráttur í sölu á íslenskum bókum og þá seljast engar túristabækur af ástæðum sem við þekkjum.

Við hljótum að hafa um það val hvaða bækur og vörur yfirhöfuð við tökum til sölu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt