fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Andlegt ofbeldi veldur meiri miska en líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 9. júní 2020 16:00

Brynja Jónbjarnardóttir er rannsakandi við Háskóla Íslands. Mynd: Heimasíða Háskóla Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miski vegna andlegs ofbeldis mælist hærri en miski af völdum líkamlegs- eða kynferðislegs ofbeldis samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands.

„Ástæður þessa eru óljósar, en hugsast getur að andlegt ofbeldi sé oftar meira viðvarandi en aðrar tegundir ofbeldis og feli því í sér fleiri einstök ofbeldisatvik,“ segir Brynja Jónbjarnardóttir, rannsakandi hjá Háskóla Íslands.

Fjölþjóðlegur og þverfræðilegur hópur vísindamanna undir stjórn Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, prófessors í hagfræði, hefur rannsakað þann miska sem einstaklingar verða fyrir vegna ofbeldis. Sagt er frá rannsókninni á vefsíðu Háskóla Íslands.

Þótti skorta greiningu á kostnaði vegna ofbeldis

Ofbeldisverkum á landsvísu fjölgaði um þrjú prósent í fyrra miðað við meðaltal áranna 2016 og 2018. Kynferðisbrotum fjölgaði á sama tíma um rúm 33 prósent.

Brynja segir ástæður fyrir rannsókninni þær að vísindafólkinu þótti skorta ítarlegri greiningu á kostnaði vegna ofbeldis á Íslandi.

„Hér á ég við óáþreifanlegan kostnað sem fellur á fórnarlömb ofbeldis, t.d. vegna þjáninga, en fyrir utan þetta er t.a.m. beinn heilbrigðiskostnaður og hugsanlegt framleiðnitap. Margar fyrri rannsóknir hafa einblínt á heimilisofbeldi gagnvart konum en við vildum skoða ofbeldi í víðara samhengi og út frá báðum kynjum,“ segir Brynja.

Mikið samfélagslegt gildi

Rannsóknin hefur mikið samfélagslegt gildi að sögn Brynju. Hún telur áríðandi að allur kostnaður sem fellur til vegna ofbeldis sé metinn, þar með talinn óáþreifanlegur kostnaður sem fórnarlömb ofbeldis verða fyrir vegna þjáninga.

„Með rannsóknum líkt og þessari fæst skýrari mynd af heildarkostnaði sem ofbeldi veldur. Hún gefur stjórnvöldum betri grundvöll til þess að meta þann ábata sem myndi fást af auknum fjárveitingum til forvarna innan málaflokksins. Jafnframt má nýta niðurstöðurnar til að meta miska innan réttarkerfisins,“ segir Brynja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“