fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Milljónir horfðu á þegar hann var sagður ljótur: „Ég óttaðist hvern einasta föstudag“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Chadwick fyrrum leikmaður Manchester United segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að upplifa það að stanslaust væri gert grín að útliti hans.

Chadwick kom upp hjá Manchester United og var mikið rætt um útlit hans, í þættinum They Think It’s All Over á BBC var ítrekað gert grín að því að hann væri ljótur.

Þetta særði Chadwick sem var ungur að árum og hann sér eftir því að hafa ekki rætt málið við ríkissjónvarp landsins. „Þessi þáttur var vinsæll, milljónir horfðu á,“ sagði Chadwick.

„Ég man eftir því þegar þetta gerðist fyrst, þá var ég í áfalli. Ég vildi ekki athygli þrátt fyrir að spila fyrir Manchester United.“

,,Ég horfði aftur viku síðar og þá var fólk að hlæja af þessu gríni um mig. Mér fannst þetta ekkert fyndið“

,,Ég óttaðist hvern einasta föstudag. Ég hafði ekkert sjálfstraust fyrir og þetta gerði það verra. Ég var alltaf að íhuga að tala við BBC, ég var 19 og 20 ára og vildi bara að þetta myndi hætta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern komið á fullt í viðræður vegna Nkunku

Bayern komið á fullt í viðræður vegna Nkunku
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar
433Sport
Í gær

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Í gær

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar