Þýska Bundesligan fer að stað um helgina og er leikið án áhorfenda. Er þetta fyrsta stóra deildin í Evrópu sem fer af stað aftur eftir kórónuveirufaraldurinnar en keppni er þó líka í Hvíta-Rússlandi og Færeyjum.
Efnisveitan Viaplay er með beinar íþróttaútsendingar á Íslandi og er nú hægt að horfa á þýska boltann á Viaplay frá og með 16. maí.
Íþróttapakki Viaplay er fáanlegur frá og með 15. maí og mun kosta 1.599 krónur á mánuði. Viaplay verður aðgengilegt viðskiptavinum á Íslandi með beinum áskriftum eða í samstarfi við þriðja aðila.