Paul Gascoigne segir að barátta sín við áfengi og fíkniefni hefði ekki orðið öðruvísi þrátt fyrir að hann hefði kosið að ganga í raðir Manchester United.
Sir Alex Ferguson reyndi að kaupa Gazza til United á sínum tíma en hann gekk frekar í raðir Tottenham.
Ferguson hefur tjáð sig um að Gascoigne hefði líklega farið betri leið í lífinu ef hann hefði komið til sín.
„Ferguson hefur tjáð sig um að líf mitt yrði öðruvísi ef ég hefði komið til Manchester United,“ sagði Gazza.
„Rio Ferdinand skrópaði í lyfjapróf, Eric Cantona stökk upp í stúku og sparkaði í einhvern vesaling. Wayne Rooney svaf hjá ömmu og Ryan Giggs reið konu bróður síns. Helvítis bull í honum“