Lionel Messi og eiginkona hans Antonela Roccuzzo hafa fengið hörð viðbrögð við því að hafa verið í sleik á samfélagmiðlum.
Messi var að leika í tónlistarmyndbandi sem Residente gaf út en þar eru 113 einstaklingar í sleik.
Það sem vekur mest athygli er að Messi nánast borðar andlitið á eiginkonu sinni, talið er að börn þeirra hafi tekið myndskeiðið upp.
„Mig langar að æla eftir að hafa séð Messi í sleik,“ skrifar einn einstaklingur sem er gáttaður.
„Hver tók þetta upp? Mateo eða Thiago (Synir þeirra). Þetta er ógeðslegt, hvað ertu að spá Messi?“