fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Telur nánast útilokað að stjörnur enska boltans séu á leið til Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 11:15

Henderson ásamt Mo Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ telur litlar sem engar líkur á því að félög úr ensku úrvalsdeildinni séu á leið til Íslands að æfa og spila. Þetta kemur fram á mbl.is.

Fram kom í Fréttablaðinu að á undanförnum dögum hafi óformlegar þreifingar átt sér stað á milli fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða annars vegar og íslenskra stjórnvalda og KSÍ hins vegar um að liðin æfi hér á landi fyrir lokasprett úrvalsdeildarinnar. Einnig hafa spænsk úrvalsdeildarlið sýnt því áhuga að fá að æfa hér á landi.

Englendingar eru að reyna að koma fótboltanum aftur af stað hjá sér en kórónuveiran hefur farið illa með landið.

„Ég veit svo sem ekki hvort ein­hver fé­lög hafi hug á því að koma hingað og æfa. Ég get í raun ekki sagt að það sé í ein­hverri bíg­erð og maður sér ýmsa ann­marka á því. Það velt­ur á mörgu, meðal ann­ars ástandi í viðkom­andi lönd­um og sótt­kvíar­úr­ræðum líka. Það þarf ým­is­legt að ger­ast til þess að þetta verði að veru­leika og eins og staðan er núna þá tel ég það frek­ar ólík­legt að af þessu verði,“ segir Guðni við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi