fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Sumarið er tíminn fyrir dróna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa vekur athygli á því að mikilvægt er að huga að ástandi dróna áður en þeir eru teknir í notkun í sumar og enn fremur að hafa í huga reglur sem gilda um dróna.

Reglurnar gera skýran greinarmun á tómstundaflugi og notkun dróna í atvinnuskyni. Þær eru ekki margar eða flóknar en þessar eru mikilvægar:

–          Hámarksflughæð er 120 metrar. Þau sem stunda atvinnuflug geta sótt um undanþágu frá hæðartakmörkunum.

–          Flugvellir og nágrenni þeirra eru ekki fyrir dróna!

–          Drónaflugmenn verða að taka tillit til manna og dýra, hvorki valda ónæði, skaða fólk eða dýr né valda eignatjóni. Því eru í gildi reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og annars staðar þar sem fólk dvelst og á athafnasvæðum gilda almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd.

–          Merkja þarf dróna með nafni, heimilisfangi og símanúmeri.

–          Ef nota á dróna í atvinnuskyni er skylda að skrá hann. Skráning dróna kostar ekkert og fer fram rafrænt á vef Samgöngustofu. Sérstaklega er brýnt að atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir eru notaðir við myndatökur, fréttaöflun, mælingar, rannsóknir eða flutning á vörum.

–          Þau sem stunda atvinnuflug með drónum geta sótt um undanþágu frá reglugerðinni. Þeim umsóknum þurfa að fylgja ítarleg gögn um starfsemina. Hægt er að sækja um undanþágu á vef Samgöngustofu.

Hér að neðan er myndband frá Samgöngustofu þar sem farið er yfir reglur um flug dróna á Íslandi.

Sjá enn fremur:

www.samgongustofa.is/dronar

Reglugerð um fjarstýrð loftför (dróna) nr. 990/2017
Gjaldskrá Samgöngustofu
Spurt og svarað um dróna

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum