fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Innbrot á Spot í nótt: Gífurlegum verðmætum stolið og skemmdarverk unnin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér var allt brotið og bramlað og stolið verðmætum fyrir allt að 10 milljónir króna, ef ekki meira,“ segir einn af eigendum skemmtistaðarins Spot í Kópavogi, en brotist var inn á staðinn í nótt. Brotin var rúða baka til (sjá mynd) og síðan farið um staðinn.

Mikið var haft fyrir því að losa þunga hluti og fjarlægja af staðnum, meðal annars voru teknir hátalarar úr lofti, en auk þess ljós og ljósabúnaður, magnarar, sjónvörp, skjávarpar, verkfæri og ýmislegt fleira. Auk þess voru skemmdarverk unnin á staðnum.

Hér var brotin rúða og farið inn

Eigendur hafa staðið í miklum endurbótum á staðnum sem þeir voru farnir að sjá til lands í þegar þetta ömurlega áfall reið yfir í nótt. Þeir segja ljós í myrkrinu að treyja sem tilheyrir hinum ástsæla tónlistarmanni, Sjonna heitnum Brink, var ekki tekin.

Óskað er eftir upplýsingum um málið í síma 821 6921 og er möguleiki á fundarlaunum fyrir upplýsingar sem vísa á þýfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum