fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Herra Hnetusmjör ætlar að fagna verðlaunum þegar þríeykið leyfir

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herra Hnetusmjör hefur verið valinn bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir:

„Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er Bæjarlistamaður Kópavogs 2020. Valið var tilkynnt í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans.

Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020.

Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014.“

DV hafði samband við rapparann þjóðþekkta sem sagðist afar þakklátur fyrir viðurkenninguna.

„Þetta er mikill heiður. Ég er mjög þakklátur Kópavogsbæ fyrir verðlaunin, en ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá Kópavogsbúum alveg frá því að ég byrjaði að rappa. Ég hef auðvitað reppað bæinn frekar hart. Það er auðvitað geggjað að fá viðurkenningu frá sjálfum bænum.“

Herra Hnetusmjör sagðist ekki hafa verið að búast við viðurkenningunni, þó hafi hún ekki komið honum á óvart. Hann segist ekki endilega vera týpan til að hljóta verðlaun, nema um kosningu væri að ræða. Rapparinn telur að viðurkenningin sé mikill sigur fyrir hip hop á Íslandi, en hann þakkar Erpi Eyvindarsyni fyrir að ryðja brautina.

„Ef það væri engin Erpur þá væru ekki margir að rappa í dag.“

Herra Hnetusmjör vonast til þess að þeir sem hljóti viðurkenninguna í framtíðinni verði oftar rapparar eða þá einhverjir sem að eru að koma bænum á kortið. DV spurði tónlistarmanninn hvort hann ætlaði sér að fagna verðlaununum og hann svaraði:

„Bara þegar þríeykið leyfir. Þá mun ég fara beint á skemmtistaðinn minn 203, sem er einmitt skýrður í höfuðið á póstnúmerinu í Kópavogi. Þar mun ég fagna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“