fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Ísafirði: Kýldi konu í andlitið svo hún féll í gólfið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. maí 2020 12:51

Héraðsdómur Vestfjarða er staðsettur á Ísafirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kornungur maður, fæddur árið 2001, var á föstudaginn sakfelldur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás og vopnalagabrot. Atvikið átti sér stað þann 21. desember 2019, í anddyri skemmtistaðarins Edinborg Bístró, í Edinborgarhúsinu Aðalstræti 7 á Ísafirði.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið og í kjölfarið slegið kærustu mannsins hnefahöggi í andlit svo að hún féll í gólfið. Maðurinn sem varð fyrir höggi sakborningsins hlaut mar í kringum auga og rispu fyrir neðan augað. Konan fékk 3 cm bólgu á höfði.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa borið bitvopn á sér á almannafæri án nægjanlegs tilefnis. Hann játaði brot sín skýlaust. Það, auk þess að hann hefur ekki brotið af sér áður, leiddi til vægari refsingar. Hins vegar var það virt til refsiþyngingar að árásin var tilefnislaus.

Var árásarmaðurinn ungi dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða tæplega 130.000 krónur í sakarkostnað.

Engum sögum fer af miskabótum í dómnum. Annaðhvort koma þær við sögu í einkamáli vegna árásarinnar eða ekki hefur verið krafist miskabóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“