fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Fjórar milljónir hafa safnast fyrir Kvennaathvarfið – Ætla að gera meira kósí

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 8. maí 2020 18:34

Sigþrúður Guðmundsdóttir Ljósmynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpar fjórar milljónir hafa safnast fyrir Kvennaathvarfið með áheitum á Facebook síðustu daga. Fjöldi fólks hefur deilt færslum þar sem vakin er athygli á aukningu á tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis að undanförnu og þeirri staðreynd að tvær konur hafa látið lífið nýlega þar sem grunur er um heimilisofbeldi. Í færslunni segist fólk ætla að leggja inn á reikning Kvennaathvarfsins ákveðna upphæð fyrir hvert „læk” og hverja athugasemd sem færslan fær. 

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, greinir frá því á Facebook að mun meira hafi safnast en hún hafi reiknað með. „Ég hugsaði með mér að ef heppnin yrði með fengjum við kannski einhver hundruð þúsunda og ég hlakkaði til að fylgjast með samstarfssnillingunum mínum gera stofuna huggulegri og barnvænni og kvenvænni og kósí. Nema hvað, það söfnuðust nærri fjórar milljónir og nú getum við gert gjörvalt athvarfið krakka-og kvenvænna og kósí,” segir hún og þakkar öllum sem hafa tekið þátt. „Ég hlakka til að sýna ykkur myndir af herlegheitunum,” segir Sigþrúður. 

Meðal þeirra sem hafa lagt söfnuninn lið er Eva Laufey Kjaran matgæðingur, Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Katrín Oddsdóttir lögmaður. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarkona sem í forsíðuviðtali DV segir frá dvöl sinni í Kvennaathvarfinu með sonum sínum tók einnig þátt í átakinu.

Ljósmynd: DV/Hanna

 

Enn er hægt að leggja inn á reikning Kvennaathvarfsins:

Kennitala 410782-0229

Reikningur 101-26-43227

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn