fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Rafrænn álfur í boði þetta árið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. maí 2020 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna samkomubanns getur árleg álfasala SÁÁ ekki farið fram eins og undanfarin 30 ár. Álfasala SÁÁ, sem er stærsta og mikilvægasta fjáröflun SÁÁ verður því með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Álfurinn er mættur á netið í ýmsum útgáfum og vonast SÁÁ að allir geti fundið álf við sitt hæfi og deilt honum með vinum sínum á samfélagsmiðlum.

Í tilkynningu frá samtökunum segir:

„Starfsemi SÁÁ er sérstaklega viðkvæm nú á óvissutímum og búast má við því að vandi skjólstæðinga okkar muni verða alvarlegri í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. Fréttir eru af aukinni hörku vegna áfengis- og /eða vímuefnaneyslu og auknu heimilisofbeldi þar sem börnin eru því miður varnarlaus fórnarlömb. Efnahagslægðin sem blasir við mun auka enn frekar á þennan vanda og því afleitt ef þjónusta SÁÁ dregst saman vegna rekstrarvanda.“

Álfurinn hefur ávallt fengið frábærar móttökur og vonast samtökin eftir því að ekki farnist rafræna álfinu síður.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu samtakanna.

Hér má velja sér uppáhaldsálfinn sinn. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd