fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Eiginkona Hugh Hefner fær ekki krónu í arf

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Harris, eiginkona Hugh Hefner, mun ekki erfa neina peninga frá eiginmanni sínum. Hefner, sem er stofnandi Playboy, lést í gærkvöldi, 91 árs að aldri.

Hefnar stofnaði Playboy árið 1953 og var það eitt þekktasta tímarit heims um margra ára skeið. Blaðið lét mikið til sín taka í umfjöllun um kynlíf og nekt og var líklegast þekktast hjá mörgum fyrir nektarmyndir sem prýddu þær.
Eftirlifandi eiginkona Hefners er fyrrnefnd Crystal Harris sem er 31 að aldri. Harris, þessi er fyrrverandi fyrirsæta hjá Playboy, en hún giftist Hefner á gamlársdag árið 2012.

Bandaríska slúðurpressan segir að hún hafi skrifað undir kaupmála áður en hún gekk í hjónaband og það hafi falið í sér að hún fengi enga peninga í arf. Talið er að Hefner hafi átt eignir fyrir 43 milljónir Bandaríkjadala. Mun arfurinn að líkindum skiptast á milli þeirra fjögurra barna sem Hefner lætur eftir sig auk þess sem einhver hluti mun renna til góðgerðarsamtaka.

Þó að Harris fái ekki beinharða peninga í arf mun dánarbúið sjá til þess, að sögn breska blaðsins Mirror, að hún muni ekki líða skort eftir fráfall eiginmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga