fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Svona lengi lifir COVID-19 á málmi, plasti og pappa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. mars 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 kórónuveiran smitast aðallega við samskipti fólks þegar örsmáir dropar berast manna á milli í loftinu. Þessir dropar koma með hósta, hnerra eða bara þegar fólk talar. Veiran berst svo inn í viðtakandann í gegnum slímhimnu í nefi, munn eða augu. En það er hægt að smitast af veirunni á fleiri vegu því hún getur lifað utan mannslíkamans í töluverða stund.

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsókna sýna að veiran getur lifað í allt að þrjá sólarhringa á yfirborði úr ryðfríu stáli og plasti. Þetta þýðir að hún getur smitast af hurðarhúnum, krönum, plastflöskum og örmum á bekkjum. Meira að segja pizzakassar geta borið veiruna manna á milli ef smitaður einstaklingur hefur handleikið kassana. Rannsóknin sýndi að veiran getur lifað í allt að sólarhring á yfirborði pappa. Forskning.no skýrir frá þessu.

Kórónuveira smitast ekki í gegnum húð en ef fólk snertir yfirborð þar sem lifandi veira er og ber höndina síðan upp að nefi, munni eða augum, án þess að þvo hendurnar fyrst, á það á hættu að smitast af veirunni. Það er því ekki hægt að leggja næga áherslu á hversu mikilvægur góður handþvottur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta