fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sigríður segir það ekki hjálpa að tala svona mikið um COVID-19 – „Við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. mars 2020 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var Sigríður Karlsdóttir, lífsleiknikennari og heilsuráðgjafi komin með nóg af „þessu rugli“ og skoðaði hún því bara matreiðslumyndbönd og dúlluleg dýramyndbönd.

„Síðustu daga hef ég og aðrir hér í þessum klikkaða heimi verið að drukkna í „mér finnst“ skilaboðum,“ segir Sigríður í pistli sem birtist á Vísi. „Hvort sem ég er stödd í heita pottinum, biðröð á kassa í Bónus eða með tölvuskjáinn fyrir framan mig. Alls staðar finnst fólki eitthvað, einhvers staðar.“

Sigríður ákvað því að segja fólki hvað henni finnst og birtir lista yfir nokkra hluti sem, að hennar sögn, hjálpa og hjálpa ekki.

„Að sitja heima hjá sér og líta 237 sinnum á fréttamiðla hjálpar ekki.

Að geta ekki sofið yfir áhyggjum af sjálfum sér eða öðrum hjálpar ekki.

Að tala stanslaust um yfirvofandi ástand í heiminum hjálpar ekki.

Að þvo sér hendurnar og lifa lífinu í gleði, hjálpar.

Að sleppa tökunum á ástandinu en gera það sem þarf að gera, hjálpar.

Að forðast fréttamiðla og púsla með börnunum sínum, hjálpar.“

„Það er það sem mér finnst!“

Þá vitnar Sigríður í Sadhguru, indverskan jóga. „Sadhguru segir að helsta vandamál okkar sem lifum í hinum vestræna heimi sé að við tökum hlutunum svo fjandi alvarlega.“

Sigríður kemur þá með dæmi um það hvað sé að taka hlutum of alvarlega. „Að taka hlutum alvarlega gæti verið að tala stanslaust um á innsoginu, hvað ástandið er hræðilegt og það kemst ekkert annað að í lífinu en áhyggjuhugsanir og fóðrun á hamfarafíkninni.“

Því næst kemur hún með dæmi um hvernig er hægt að taka hlutum ekki alvarlega. „Að taka hlutunum ekki alvarlega er til dæmis að fara eftir almannavörnum eða öðrum með sérhæfingu í þessum málefnum, dansa heima hjá sér í sóttkví eða leyfa sér að kitla börnin þrátt fyrir allt sem gerist þarna úti.“

Að lokum segir Sigríður að henni finnist að fólk þurfi að hlæja, dansa, syngja og brosa oftar án þess að skammast sín fyrir það.

„Svona í tilefni ástandsins skora ég á okkur að fara í skoðanabindindi. Að prófa að hafa ekki skoðun í heilan dag og sjá hvað gerist! Það er það sem mér finnst!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu

Bandaríkin sögð ætla að lokka fjögur ríki út úr Evrópusambandinu
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK