fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Duterte hótar að drepa son sinn

Sonurinn sakaður um að tengjast kínverskum glæpasamtökum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo Duterte, hinn litríki og mjög svo umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að láta drepa son sinn komi á daginn að ásakanir um að hann tengist erlendum eiturlyfjahring séu á rökum reistar.

Duterte hefur skorið upp herör gegn fíkniefnum síðan hann tók við embætti forseta og hafa þúsundir eiturlyfjaneytenda og eiturlyfjasala verið drepnir undanfarin misseri.

Paolo Duterte, 42 ára sonur forsetans, kom fyrir þingnefnd fyrr í þessum mánuði þar sem hann þvertók fyrir orðróm þess efnis að hann tengdist kínverskum glæpasamtökum. Samtökin sem um ræðir eru talin hafa smyglað miklu magni af metamfemtamíni til Filippseyja.

Að sögn breska blaðsins Guardian hefur Duterte nú ítrekað ummæli sem hann lét falla í kosningabaráttunni á síðasta ári. Þá sagði hann að ef börn hans myndu flækjast í mál tengdum fíkniefnum þá yrðu þau drepin. Hann írekaði þessi ummæli í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi fyrir utan forsetahöllina í Manila.

„Ég hef sagt við Paolo: Skipun mín er að drepa þig ef þú næst. Og ég mun vernda þann lögreglumann sem drepur þig, ef ásakanirnar reynast réttar.“

Talið er að minnst 3.800 manns hafi fallið í stríði lögreglunnar gegn fíkniefnum síðan Duterte tók við völdum fyrir rúmu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum